Þitt fyrirtæki í aðalhlutverki
Fyrirtækjasvið Íslandsbanka þjónustar fyrirtæki úr öllum kimum samfélagsins og hjálpar til við að halda atvinnulífinu á hreyfingu.

hugmyndavinna
Þjóðfélagið er fullt af áhrifavöldum, stjörnulæknum, stjörnulögfræðingum og stjórnmálafólki, en hverjar eru hinar stjörnur atvinnulífsins? Lítil og meðalstór fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnulífi og markmiðið var að draga þau í sviðsljósið. Við fengum fjölbreytt úrval fulltrúa frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í glamúrmyndatöku, eins og alvöru stjörnum sæmir.
Rauði litur Íslandsbanka er áberandi í myndefninu til að tengja það við vörumerki bankans. „Þitt fyrirtæki í aðalhlutverki” undirstrikar þá þjónustu sem Íslandsbanki veitir fyrirtækjum. Íslandsbanki hefur reynslu, réttu lausnirnar og ástríðu fyrir því að íslensk fyrirtæki eigi stórleik á sviði atvinnulífsins.





Andlit úr ólíkum brönsum
